Sunnudaginn 5. nóvember sem er 21. sunnudagur eftir þrenningarhátið er allra heilagra messa. Þann dag er messa kl. 11.00 með altarisgöngu. Á allra heilagra messu er látinna minnst og er aðstandendum boðið að kveikja á kertum í minningu látinna ástvina.

Sunnudaginn 5. nóvember sem er 21. sunnudagur eftir þrenningarhátið er allra heilagra messa. Þann dag er messa kl. 11.00 með altarisgöngu. Á allra heilagra messu er látinna minnst og er aðstandendum boðið að kveikja á kertum í minningu látinna ástvina. Sr. Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Guðmundi Karli Ágústssyni. Kór Fella- og Hólakirkju flytur kórverk eftir Mendelssohn. Einsöngvarar eru Sólveig Samúelsdóttir og Sigmundur Jónsson. Organisti og kórstjóri er Lenka Mátéová, kantor.

Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma. Umsjón hafa Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir. Það verður mikill söngur og biblíusaga, að ógleymdu brúðuleikritinu. Öll börn fá límmiða í sunnudagaskólabókina sína fyrir mætingu.