Upplýsingar um helgihald yfir jól og áramót er nú að finna hér.

Aðfangadagur, 24.desember

Aftansöngur kl. 18:00. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar leiðir söng. Einsöng syngur Sólveig Samúelsdóttir. Blásarasveit leikur jólalög í kirkjunni frá kl. 17:30.

Miðnæturmessa kl. 23:30. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Lenku Mátéovu, kantors kirkjunnar. Sólveig Samúelsdóttir syngur einsöng. Blásarasveit leikur jólalög í kirkjunni frá kl. 23:00.

Jóladagur. 25. desember.

Hátíðarmessa kl. 14:00. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Organisti Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar leiðir söng. Einsöng syngur Sigmundur Jónsson.

Annar í jólum, 26. desember.

Fjölskyldumessa kl. 14:00. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Barna –og unglingakór Fella og Hóla undir stjórn Lenku Mátéovu og Þórdísar Þórhallsdóttur kemur fram.

Stopp-leikhópurinn sýnir leikritið Jólin hennar Jóru. Glænýtt jólaævintýri sem unnið er undir áhrifum frá þjóðsögunum.

Gamlársdagur, 31.desember.

Aftansöngur kl. 18:00. Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Svavari Stefánssyni. Organisti Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar leiðir söng. Einsöngvari er Margrét Einarsdóttir.

Nýársdagur, 1.janúar.

Hátíðarmessa kl.14:00. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar leiðir söng. Einsöngvari Ólafía Linberg Jensdóttir.