Sunnudaginn 25. febrúar, sem er invokativ fyrsti sunnudagur í föstu, verður messa kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Í tilefni af menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar.

Sunnudaginn 25. febrúar, sem er fyrsti sunnudagur í föstu (invokativ), verður messa kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Í tilefni af menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar. Eldri borgarar sjá um ritningalestra og Harpa Jónsdóttir les ljóð. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng og organisti er Lenka Mátéová, kantor.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Umsjón hefur Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni og Sigríður Stefnánsdóttir. Afmælisbörn mánaðarins fá afmælisgjöf frá kirkjunni. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá við allra hæfi.

Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.

Verið velkomin