Miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00 verða drög að ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist ásamt drögum að formi fyrir blessun staðfestrar samvistar kynnt og rædd á fundi í Fella- og Hólakirkju.

Miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00 verða drög að ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist ásamt drögum að formi fyrir blessun staðfestrar samvistar kynnt og rædd á fundi í Fella- og Hólakirkju.

Að fundinum standa söfnuðir Breiðholtssóknar, Seljasóknar, Fellasóknar og Hólabrekkusóknar.

Á fundinum verður Irma Sjöfn Óskarsdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu með inngangsorð og Grétar Einarsson fjallar um ályktunina frá sjónarhóli samkynhneigðra. Síðan verða almennar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er ætlaður sóknarbörnum í ofangreindum söfnuðum og er þess vænst að þau mæti vel.