Kór Fella – og Hólakirkju heldur vortónleika í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 16.maí kl. 20:00.

Kórinn mun fagna vori með gleði og fjöri og syngur létta vorsöngva en auk þess flytur kórinn Messu í G-dúr eftir F. Schubert.

Kór Fella – og Hólakirkju heldur vortónleika í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 16.maí kl. 20:00.

Kórinn mun fagna vori með gleði og fjöri og syngur létta vorsöngva en auk þess flytur kórinn Messu í G-dúr eftir F. Schubert.

Einsöngvarar koma öll úr röðum kórsins en þau eru Margrét Grétarsdóttir, Þórunn E. Pétursdóttir, Sólveig Samúelsdóttir, Sigmundur Jónsson, Stefán Sigurjónsson og Gunnar Jónsson.

Peter Maté leikur undir á piano.
Stjórnandi er Lenka Mátéová.

Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og konfekt í safnaðarheimili kirkjunnar.

Verið innilega velkomin