Á Þorláksmessu – sem er jafnframt 4. sunnudagur í aðventu – kl. 11 verður góðs helgistund í kirkjunni sem við köllum „Jólasöngvar við kertaljós“. Það verða lesnir biblíutextar er tengjast fæðingu Jesú og á milli sungnir þekktir jólasálmar. Kór kirkjunnar leiðir söng en almennir kirkjugestir taka undir. Lesarar koma úr hópum leikmanna að mestu en sr. Svavar Stefánsson fer með bæn og blessun. Þetta er notaleg stund fyrir alla fjölskylduna til að komast í hið rétta jólaskap.

Ath. Að vegna bilunar í tölvukerfi kirkjunnar koma tilkynningar um guðsþjónustur um jólin aðeins síðar á síðuna. Einnig er óvíst hvort tekst að senda tilkynningu á póstlistann. Afsakið það en tikynningar verð hér síðar í dag, 21. des.