Listasmiðjan Litróf býður öllum til sýningar á söngleik Hauks Ágústssonar um Litlu Ljót föstudaginn 14. nóvember kl. 18 í Fella-og Hólakirkju.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Aðgangur er ókeypis.

Verkefnið „Litróf“ er listasmiðja fyrir börn á aldrinum 8- 15 ára. Þátttakendur eru íslensk börn og börn innflytjenda. Helstu áhersluatriði listasmiðjunnar eru á sviði tónlistar, dans, listrænnar hreyfingar og annarrar listsköpunar. Áhersla er á að kynna börnunum íslenska list og list frá öðrum löndum til að kenna þeim að meta ólíka menningarheima. Lögð er áhersla á að þessi vettvangur verði til að laða fólk á öllum aldri, af ólíkum menningarheimum, saman til uppbyggilegs starfs og viðburða.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Markmið þessa verkefnis er að skapa jákvæðan vettvang fyrir börn að koma saman til þroskandi verkefna og njóta samveru hvert við annað, brjóta niður múra fordóma og einbeita sér að listsköpun í góðu umhverfi undir stjórn fagfólks kirkjunnar. Í þessu er fólgið mikið forvarnarstarf og er öllum heimil þátttaka í þessu starfi. Það er líka markmið þessa verkefnis að styrkja sjálfsmynd íbúa í Breiðholti með því að í hverfinu sjálfu á sér stað listastarfsemi og þroskandi iðja fyrir börn og unglinga sem nýtist þeim síðar á lífsleiðinni. Vikulegar æfingar eru með þátttakendum og fara þær fram í kirkjunni. Auk þess er farið út fyrir borgina í æfingabúðir 1-2 helgar á vetri. Þess er gætt að halda góðum aga og reglu og sýna börnunum hvatningu og umhyggju.

Verkefnið er nýsköpunarverkefni á sviði forvarna og uppbyggilegs menningarstarfs fyrir börn og unglinga. Afrakstri þessa starfs er jöfnum höndum miðlað til annarra með sýningum og að koma fram opinberlega. Verkefnið byggir upp og laðar fram þann félagsauð og hæfileika sem börn búa yfir.

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni Fella- og Hólakirkju hefur sinnt þessu starfi en henni til aðstoðar eru Heiðrún Guðvarðardóttir og Steinunn Guðsteinsdóttir. Nokkrar mæður hafa lagt starfinu ómetanlegt lið.

Stelpurnar í starfinu hafa nú æft söngleikritið um litlu Ljót eftir Hauk Ágústsson. Uppfærslan verður föstudagskvöldið 14.nóv. kl.18 í Fella- og Hólakirkju. Þangað eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.