Fjölbreytt dagskrá verður í kirkjunni á aðventunni og um jól, lesa má nánar um dagskrána hér

Sunnudagur 7. desember, 2. sunnudagur í aðventu

Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Annað kertið á aðventukransinum tendrað. Sunnudagaskóli á sama tíma

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna kl 17. Stjórnandi Óliver Kentish. Leikin verða verk eftir Gustaf Mahler og Jórunni Viðar en hún verður níræð þennan dag og heiðrar hljómsveitin hana af því tilefni

Fimmtudagur 11. desember

Sælustund í skammdeginu kl. 20. Hilmar Örn Agnarsson organisti, Pétur Ben og Svavar Knútur leika á hljóðfæri og stúlknakór syngur. Hér er boðið upp á létt tónlistarkvöld með notalegri stemningu. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir

Föstudagur 12. desember

Tónleikar Halldísar Ólafsdóttur, sópransöngkonu kl. 19:30. Halldís syngur létt klassísk lög í anda aðventu og jóla við undirleik Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur. Ókeypis aðgangur og allir boðnir hjartanlega velkomnir

Sunnudagur 14. desember, 3. sunnudagur í aðventu

Jólatrésskemmtun kl.11. Fólk á öllum aldri innilega velkomið í kirkjuna. Jólasveinar koma í heimsókn og dansa með börnunum kringum jólatréð.

Messa kl. 14:00. Guðsþjónustan verður sérstaklega tileinkuð eldri borgurum. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar og eldri borgarar tendra þriðja ljósið á aðventukransinum og lesa lestra. Sr. Úlfar Guðmundsson fyrrv. prófastur í Árnesprófastsdæmi og prestur á Eyrarbakka prédikar. Prestar kirkjunnar og djákni þjóna fyrir altari. Kirkjugestum boðið í kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messu

Fimmtudagur 18. desember

Helgistund í Gerðubergi kl. 14. Gerðubergskórinn syngur

Laugardagur 20. desember

Kyrrðar- og bænastund á vegum Norðfirðingafélagsins kl. 17. Prestur sr. Svavar Stefánsson

Sunnudagur 21. desember, 4. sunnudagur í aðventu

Jólasöngvar við kertaljós kl. 11. Í þessari stund gefst kirkjugestum tækifæri til að eiga rólega stund við kertaljós í aðdraganda hátíðar. Sungnir verða jólasálmar og á milli lesnir textar úr Biblíunni sem tengjast atburðum jólanna. Stund fyrir alla fjölskylduna. Umsjón sr. Svavar Stefánsson en Hilmar Örn Agnarsson velur lögin og leikur undir á orgelið

24. desember, aðfangadagur jóla

Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Blásarasveit leikur jólalög í kirkjunni frá kl. 17:30

Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Blásarasveit leikur jólalög í kirkjunni frá kl. 23:00

25. desember, jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Einsöngvari Hulda Björk Garðarsdóttir, sópransöngkona

26. desember, annar jóladagur

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og fjölskylda hennar í Túnfæti syngur og leikur á hljóðfæri

31. desember, gamlaársdagur

Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Gissur Páll Gissurarson, tenórsöngvari syngur og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu

1. janúar 2009, nýársdagur

Hátíðarmessa kl. 14. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Einsöngur Björg Þórhallsdóttir

______________________________________________

Við allar kirkjulegar athafnir hér að ofan er organisti Hilmar Örn Agnarsson. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Ásdísar Arnalds.