Nú á vorönn verður haldið tónlistarnámskeið í kirkjunni fyrir börn á aldrinum þriggja til níu mánaða og foreldra þeirra.

Á námskeiðinu verður leitast við að kenna foreldrum hvernig nota má söng og tónlist til aukinna tengsla og örvunar við börnin þeirra en rannsóknir hafa sýnat að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna.

Nú á vorönn verður haldið tónlistarnámskeið í kirkjunni fyrir börn á aldrinum þriggja til níu mánaða og foreldra þeirra.

Á námskeiðinu verður leitast við að kenna foreldrum hvernig nota má söng og tónlist til aukinna tengsla og örvunar við börnin þeirra en rannsóknir hafa sýnat að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna. Í kennslunni er einkum notast við sálma og tónlist kirkjunnar en einnig þekktar vísur, hrynleiki og þulur.

Námskeiðið verður haldið í kirkjunni á mánudögum kl. 11-11:45. Kennt verður í sex skipti og hefst kennslan þann 2. mars. Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju sér um kennsluna. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að finna hér.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið en fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 10 börn. Skráning fer fram í síma 698 9307 en einnig má senda tölvupóst á gudnyei@gmail.com. Námskeiðsgjald er 3000 kr.