Í apríl verður Krílasálmar – námskeið fyrir börn á öðru aldursári og foreldra þeirra í kirkjunni. Kennarar verða þær Guðný Einarsdóttir organisti og Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkennari. Áhersla verður lögð á að börnin fái að njóta sín í söng og hreyfingu.

Í apríl verður Krílasálmar – námskeið fyrir börn á öðru aldursári og foreldra þeirra í kirkjunni. Kennarar verða þær Guðný Einarsdóttir organisti og Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkennari. Áhersla verður lögð á að börnin fái að njóta sín í söng og hreyfingu. Námskeiðið verður haldið á laugardögum kl. 10 hér í kirkjunni og hefst 18. apríl. Kennt verður í sex skipti. Skráning fer fram í síma 557 3280 á daginn en einnig má senda tölvupóst á gudny.organisti@gmail.com. Námskeiðsgjald er 3000 kr.