Sunnudagurinn 7. júni

Framundan er skemmtilegt samstarf safnaðanna í Breiðholti, en í júni verða haldnar svonefndar göngumessur í kirkjunum okkar. Það hefst sunnudaginn 7. júní þegar við komum saman við Seljakirkju klukkan 10.00. Þaðan verður gengið að Breiðholtskirkju undir leiðsögn Birnu Bjarnleifsdóttur sem mun segja frá merkum stöðum á leiðinni. Guðsþjónusta hefst svo í Breiðholtskirkju kl. 11. 00. Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á hressingu og svo fær göngufólk ökuferð til baka.

Verið öll velkomin í göngumessurnar sem ættu að styrkja okkur bæði á sál og líkama. Þeir sem treysta sér ekki í gönguna eru að sjálfsögðu velkomnir í guðsþjónustuna klukkan 11.00.

By | 2009-06-04T10:47:46+00:00 4. júní 2009 | 10:47|