Miðvikudagskvöldið 14. september hefst tónleikaröðin „Frjáls eins og fuglinn“ að nýju.

Að þessu sinni fær Arnhildur organisti til sín Særúnu Harðardóttur sópran og þær munu flytja fjölbreytta og skemmtilega söngdagskrá.

Miðaverð er að venju kr 2.500 og fyrir eldri borgara og öryrkja aðeins kr 1.500.

Tónleikarnir hefjast kl 20 og boðið verður uppá kaffisopa í lokin.