Kveðjuguðsþjónusta séra Svavars Stefánssonar sunnudaginn 28. ágúst kl.11

Kveðjuguðsþjónusta séra  Svavars Stefánssonar verður sunnudaginn 28. Ágúst kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Núverandi og fyrrverandi starfsfólk kirkjunnar tekur þátt í guðsþjónustunni. Hildur Björk Svavarsdóttir og og Sævar Breki Einarsson leika á flautu og básunu. Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.

Sr. Svavar, sóknarnefnd og starfsfólk Fella-og Hólabrekkusóknar þættu gaman að sjá sem flesta koma til guðsþjónustunnar svo að hann fái að þakka fyrir góð ár og samskipti í kirkjunni.

Verið hjartanlega Vekomin!IMG_1279

By | 2017-02-02T13:01:59+00:00 23. ágúst 2016 | 10:48|