Leiksýning í Fella- og Hólakirkju

 

GÍSLI Á UPPSÖLUM

 

þriðjudaginn 21. mars kl. 14:00 aðgangseyrir 1000. kr

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.

Höfundar leikverksins um Gísla á Uppsölum eru arnfirsku leikhússtrákarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar Logi leikur Gísla og Þröstur Leó leikstýrir. Höfundur tónlistar er hinn einstaki listamaður Svavar Knútur.