Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Jón Ómar Gunnarsson í embætti prests í Fella- og Hólaprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Tíu umsækjendur sóttu um embættið sem veitist frá 1. apríl nk. Umsóknarfrestur rann út 1. mars sl.

Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins.

Jón Ómar lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og vígðist sama ár sem Æskulýðsprestur KFUM & KFUK og Kristilegu Skólahreyfingarinnar. Jón Ómar hefur þjónað í Glerárkirkju frá 2014. Hann er fæddur 1982, giftur Berglindi Ólöfu Sigurvinsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Jón Ómar ólst upp í Breiðholtinu og gekk í Seljaskóla og síðar í Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Við bjóðum Jón Ómar hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum Guðs blessunnar!