Skírdagur  13.apríl

Fermingarmessa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson  og sr. Kristin Ágúst Friðfinnson þjóna og ferma.

Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.  Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.

Föstudagurinn langi  14.apríl

Guðsþjónusta kl. 11 Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Píslarsagan lesin. Kór kirkjunnar flytur tónlist sem tengist föstudeginum langa. Inga Backman syngur einsöng.

Sunnudagur páskadagur:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Prestar kirkjunnar og djákni þjóni fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur þrjá fyrstu kafla úr verkinu Gloria eftir Vivaldi undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Einsöngvarar Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Inga Backmann. Grímur Helgason leikur með á klarinett. Að guðsþjónustu lokinni verður öllum boðið til morgunverðar í safnaðarsal kirkjunnar.

Páskaeggjaleit í sunnudagaskólanum á sama tíma í umsjá Péturs og Ástu.