Tónleikarnir “ Ilmur af vori „.

Særún Harðardóttir og Jón Magnús Jónsson frá Reykjum i Mosfellsbæ  munu syngja rómantísk og létt lög og dúetta,sem margir kannast við, meðal laga má nefna t.d yndislegt líf, Ég veit þú kemur  og Fly me to the moon.

Særún og Jón Magnús eru þekkt fyrir hlýja og innilega túlkun og fyrir létt og skemmtileg andrúmsloft.

Með þeim leika á píanó Arnhildur Valgarðsdóttir ,organisti kirkjunnar og Jón Rafnsson á kontrabassa.

Tónleikarnir verða á sunnudaginn, 14. maí kl 16 og standa í rúma klukkustund.

Almennt miðaverð kr 2.500 en aðeins  kr. 1.500 fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir börn, boðið uppá kaffisopa og konfekt í lok tónleikanna.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

ath ekki er posi á staðnum