Það verður fjölbreytt safnaðarstarf í kirkjunni í vetur að venju fyrir alla aldurshópa. Á þriðjudögum verður opið hús fyrir eldri borgara og á fimmtudögum verður spennandi barnastarf – og æskulýðsstarf. Í febrúar og mars verða léttar fræðslusamverur um trúna, lífið og tilveruna. Vertu velkomin í kirkjuna þína, við hvetjum þig til að taka þátt í fjölbreyttu safnaðarstarfi.

Sunnudagur

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. 

 

Þriðjudagur

Kyrrðarstund kl. 12. 

Samvera eldri borgara kl. 13-16.

Fyrirbæn og djúpslökun kl. 17:30

AA fundur kl. 17:30

 

Miðvikudagur

7. og 21. febrúar kl. 20-21 verður Biblíufræðsla á léttu nótunum í umsjá presta kirkjunnar.

7. og 21. mars kl. 19-22 verður fjallað um kristna trú og kvikmyndir.

 

Fimmtudagur

Foreldramorgunn kl. 10.

Saman í kirkjunni kl. 10:30 (samvera með Valgerði Gísladóttur fyrir eldriborgarq, 1. fimmtudag í mánuði).

Vinadeild fyrir 2.-4. bekk kl. 15:30.

Leikjafjör fyrir 5.-7. bekk kl. 17 

Unglingastarf fyrir 8.-10. bekk kl. 20 

AA fundur kl. 20:30.

 

Föstudagur

Karlakaffi kl. 10 (síðasta föstudag í mánuði).