Hátíðarmessa kl. 14:00 í tilefni  30 ára vígsluafmæli Fella- og Hólakirkju. Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar, prestar og djákni kirkjunnar þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Kórinn flytur verk eftir Vivaldi og Caccini. Inga Backman og Kristín R. Sigurðardóttir syngja einsöng.

Eftir messu er boðið upp á hátíðarkaffi í safnaðarsal kirkjunnar. 

Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ástu og Kristínar. Það verður sungið og föndrað.