Fimmtudaginn 10. maí er uppstigningardagur haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins og af því tilefni verður guðsþjónusta tileinkuð eldri borgurum í Seljakirkju kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson þjónar og sr. Jón Ómar Gunnarsson predikar. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar organista. Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja býður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar að guðsþjónustu lokinni. Boðið verður upp á akstur til kirkju og eru þau sem vilja nýta sér það berðin um að hringja í síma 5670110.

Guðsþjónustan er samstarf Seljakirkju og Fella-og Hólakirkju.