Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12 í kirkjunni. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð. Við fáum rithöfundinn Önnu Rögnu Fossberg Jóhönnudóttur til okkar. Hún les upp úr bókinni Auðna en hún er  fyrsta bók höfundar og hefur fengið mjög góða dóma. Hún byggir söguna á raunverulegum atburðum í lífi íslenskrar fjölskyldu og teiknar upp atburðarás sem er lyginni líkust. Hefðbundið starf að öðruleyti. Spilum, prjónum og spjöllum.

Allir velkomnir.