„Og Orðið varð hold, hann bjó með oss,“ (Jóh 1.14)

Um hátíðarnar verður fjölbreytt helgihald í Fella-og Hólakirku. Vertu velkomin/n!

Komum saman og fögnum komu frelsarans! 

Aðfangadagur jóla

Aftansöngur kl. 18. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar, kór kirkjunnar syngur. Inga Backman syngur einsöng og Reynir Þormar spilar á saxófón.

Miðnæturmessa kl. 23:30. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Jólakvartettinn leiðir söng.

 

Jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar og prédikar, kór kirkjunnar syngur og Kristín Sveinsdóttir syngur einsöng.

 

Gamlársdagur

Aftansöngur kl. 18. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar, kór kirkjunnar syngur. Kristín R. Sigurðardóttir syngur einsöng og Reynir Þormar spilar á saxafón.

 

Nýársdagur 1. janúar 2019

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar, kór kirkjunnar syngur.

 

Organisti við guðsþjónusturnar er Arnhildur Valgarðsdóttir

 

Fyrsta messa nýs árs verður þann 13. janúar kl. 11