Á sunnudaginn verður mikið um að vera hjá okkur. Prjónamessa og lokahátíð sunnudagaskólans með pylsuveislu.

Félagar úr prjónahópum eru hvattir til að mæta með prjóna eða aðra handavinnu í messuna og verður prjónað til styrktar Hjálparstofnun kirkjunnar.

Sr. Jón Ómar og Kristín djákni þjóna og predika. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða söng undir stjórn Arnhildar organista.

Að lokinni messu er boðið upp á kaffi, kleinur og konfekt.

Verið hjartanlega velkomin.