Fermingar

Fermingar 2018-03-25T11:34:42+00:00

Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum,
skírið þá í nafni föður,    sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.
Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matt. 28.18-20).

FermingaraltariFermingin er staðfesting á skírnarheitinu þar sem fermingarbarn játar að vilja gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Undirbúningur fermingarinnar skipar stóran sess í safnaðarstarfi Fella-og Hólakirkju og fræðslustarfi þjóðkirkjunnar. Á hverju ári fermast að jafnaði 40 ungmenni í sókninni. Hér eru mikilvægar upplýsingar um fermingarundirbúninginn. Prestar kirkjunnar, sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson, hafa umsjón með fermingarstarfi kirkjunnar og veita fúslega upplýsingar í síma eða tölvupósti.

Skráning í fermingarfræðslu fer fram á haustin og hefst fræðslan um miðjan september, hér er hægt að sækja skráningareyðublað.

 

Fermingarfræðslan 2019-2019 fer fram vikulega og verða tímasetningar birtar hér síðar. 

 

Fermingardagar: Fermt verður í Fella- og Hólakirkju  sunnudagana 7. og 14. apríl og á skírdag (18. apríl) 2019. Allar athafnir hefjast kl. 11:00.

Hvað er fermingin?

Biblían segir okkur að skírnin sé gjöf Guðs til okkar. Hún er sýnilegt tákn þess að Guð elskar okkur og að við erum hluti af kirkjunni. Í skírninni felst það loforð foreldra og kirkjunnar að skírnarþeginn fái skírnarfræðsluna og er fermingarfræðslan einn veigamesti þáttur hennar. Í kirkjunni er fermingin jafnframt fyrirbæn. Orðið ferming merkir að staðfesta.  Fermingarbarnið segir á fermingardeginum að það vilji hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins og Jesús hefur lofað okkur í skírninni að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar.  Fermingartíminn gefur þér tækifæri til að kynnast kristinni trú betur. Fermingin sjálf er hátíðleg athöfn þar sem hvert fermingarbarn stígur fram og krýpur við altarið. Þar fer presturinn eða fermingarbarnið með ritningarorð sem barnið hefur valið sér, biður fyrir því og blessar það.