Fréttir

Leikjafjör fyrir 6-9 ára fellur niður í dag

Leikjafjör fyrir 6-9 ára fellur niður í dag vegna haustfrís grunnskólanna.   Annað starf er óbreytt í dag! Leikjafjör fyrir 10-12 ára verður á sínum stað kl. 17. Unglingastarfið fyrir 8.-10. bekk verður kl. 20 að venju.

By | 2018-10-18T12:15:07+00:00 18. október 2018 | 12:15|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00 sunnudaginn 21. október

Sr. Ólafur Jón Magnússon skólaprestur KSH þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Söngnemi frá söngskóla Reykjavíkur syngur einsöng. Leiðtogar sunnudagaskólans Marta og Ásgeir taka vel á móti börnunum. Kaffisopi og djús eftir stundina. Verið velkomin.

By | 2018-10-16T10:29:24+00:00 16. október 2018 | 10:29|

Bleik messa sunnudaginn 14. október kl. 11:00

Sunnudaginn 14. október Bleik guðsþjónusta kl. 11:00 Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Kristín Kristjánsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Laufey Tryggvadóttir frá Krabbameinsfélaginu flytur hugvekju. Kirkjukórinn syngur ljúfa og fallega tónlist. Sunnudagaskóli á sama tíma.   Allir hjartanlega velkomnir!  

By | 2018-10-09T10:44:52+00:00 9. október 2018 | 10:42|

Leikverkið Sigvaldi Kaldalóns þriðjudaginn 9. október kl. 14:00

Þriðjudaginn 9. október. kl. 14:00 Kómedíuleikhúsið setur upp leikverkið um Sigvaldi Kaldalóns Tónskáldið og doktorinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Rakin verður saga tónskáldsins fyrir vestan og fluttar helstu perlur hans. Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson Hljóðfæraleikari: Sunna Karen Einarsdóttir Leikmynd/Búningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson   Aðgangseyrir 1500 kr. Boðið upp á kaffi [...]

By | 2018-10-04T11:21:01+00:00 4. október 2018 | 11:21|

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 7. október kl. 11:00

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 Leiðtogar sunnudagaskólans Marta og Ásgeir taka á móti börnunum ásamt sr. Jóni Ómari Gunnarssyni Arnhildur Valgarðsdóttir spilar á píanó fallega sálma og söngva Eftir guðsþjónustuna verður kaffi, te og djús Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir Verið velkomin 

By | 2018-10-02T10:21:40+00:00 2. október 2018 | 10:21|

Fyrirbæn og djúpslökun þriðjudaginn 2. október kl: 17:30-18:30

Edith Gunnarsdóttir jógakennari leiðir ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna Við byrjum aftur þriðjudag 2 október kl. 17:30 – 18:30 Allir velkomnir, aðgangseyrir 1500kr.       Edith Gunnarsdóttir jógakennari leiðir okkur inn í kyrrðina og hvíldina.  Við byrjum stundina á fyrirbæn, hægt er að skrifa bænir í bænabók áður en stundin hefst.      

By | 2018-09-30T12:07:47+00:00 30. september 2018 | 12:07|

Guðsþjónusta og barnastarf sunnudaginn 30. september kl. 11:00

Guðsþjónusta kl. 11:00 Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Félagar úr kirkjukórnum stjórna safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Fermingabörn og foreldrar þeirra eru boðnir sérstaklega velkomin. Eftir guðsþjónustu verður fundur með foreldrum fermingabarna. Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir Verið velkomin

By | 2018-09-27T11:15:16+00:00 25. september 2018 | 11:06|