Fréttir

Karlakaffi föstudaginn 26.apríl

Velkomin í kaffi og vínabrauð frá kl. 10 – 11:30  Föstudaginn 26. apríl Gestur okkar að þessu sinni er Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði Láttu sjá þig  við tökum hlýlega á móti ykkur. ath! þetta er síðasti hittingur hjá okkur á þessu vori. Við byrjum síðan aftur í september.

By |2019-04-22T20:14:02+00:0022. apríl 2019 | 20:14|

Föstudaginn langi kl. 14 Stabat mater

Föstudagurinn langi kl. 14               Stabat Mater (María stóð við krossinn) Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir flytja verkið ásamt konum úr kirkjukór Fella-og Hólakirkju. Arnhildur Valgarðsdóttir leikur á píanó og Mátthías Stefánsson á fiðlu. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson leiðir stundina. Fyrir stundina spilar Jón Pétur Snæland einleikskafla eftir Bach á selló.  

By |2019-04-19T08:12:00+00:0019. apríl 2019 | 08:12|

Helgihald Páskanna

Helgihald páskanna í Fella-og Hólakirkju   apríl Pálmasunnudagur kl. 11                  Fermingarmessa Prestar kirkjunnar þjóna og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.   apríl Skírdagur kl. 11                                Fermingarmessa Prestar kirkjunnar þjóna og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.   apríl [...]

By |2019-04-14T10:42:53+00:0014. apríl 2019 | 10:42|

Fermingamessa kl. 11:00 sunnudaginn 7. apríl

Fermingamessa kl. 11:00. Prestar kirkjunnar þjóna. Kór kirkjunnar syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Matthías Stefánsson spilar á fiðlu. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudagaskóli á sama tíma.

By |2019-04-02T09:01:43+00:002. apríl 2019 | 09:01|

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 2. apríl

Við byrjum að venju með kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista síðan er boðið upp á súpa og brauð á vægu verði. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur og ljóðskáld er gestur okkar í dag. Hefðbundið starf að öðruleyti. Allir eru velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur.

By |2019-03-31T09:49:02+00:0031. mars 2019 | 09:48|

Karlakaffi föstudag 29. mars kl. 10-11:30

Velkomin í kaffi og vínabrauð frá kl. 10 – 11:30 Gestur okkar er Sr. Hjálmar Jónsson hann hefur frá mörgu skemmtilegu að segja úr pólitíkinni, lífshlaupinu og úr Skagafirði. Láttu sjá þig  við tökum hlýlega á móti ykkur

By |2019-03-26T09:20:55+00:0026. mars 2019 | 09:19|

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 31. mars kl. 11:00

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kristín Lárusdóttir leikur á selló. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffi og djús eftir stundina. Verið velkomin

By |2019-03-26T09:13:40+00:0026. mars 2019 | 09:13|

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 26. mars

Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Boðið upp á súpu og brauð eftir stundina á vægu verði. Félagstarfið byrjar kl. 13:00 Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson fjallar um Hamingjuna. Spilum, prjónum, spjöllum og eigum góða samveru saman. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Allir eru velkomnir.

By |2019-03-24T09:58:05+00:0024. mars 2019 | 09:58|