Fréttir

Aðventa í Fella-og Hólakirkju

Að venju verður mikið um að vera í kirkjunni okkar á aðventu og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og taka þátt í aðventunni í kirkjunni. Aðventukvöld verður 2. desmeber kl. 20 og verður ræðumaður kvöldsins Ögmundur Jónasson, jólaskemmtun sunnudagaskólans verður annan sunnudag í aðventu og Jólahelgistund á þriðja sunnudegi [...]

By | 2018-12-04T10:48:02+00:00 1. desember 2018 | 10:40|

Árlegt Aðventukvöld Fella-og Hólakirkju, fyrsta sunnudag í aðventu 2. desember

Aðventukvöld Fella og Hólakirkju kl. 20. Ræðumaður Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra. Tónlistadagskrá í höndum kirkjukórs og organista. Einleikur á klarinett Grímur Helgason. Einsöngur Inga Backman, Kristín R Sigurðardóttir og Hulda Jónsdóttir. Súkkulaði og smákökur eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.   Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Mörtu, Ásgeirs og sr. Jóns Ómars, söngur og gleði og [...]

By | 2018-11-27T10:04:46+00:00 27. nóvember 2018 | 10:04|

Félagsstarf eldriborgara þriðjudaginn 27. nóvember

Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12 í kirkjunni. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð. Við fáum rithöfundinn Önnu Rögnu Fossberg Jóhönnudóttur til okkar. Hún les upp úr bókinni Auðna en hún er  fyrsta bók höfundar og hefur fengið mjög góða dóma. Hún byggir söguna á raunverulegum atburðum í lífi íslenskrar fjölskyldu og teiknar upp [...]

By | 2018-11-24T11:25:41+00:00 24. nóvember 2018 | 11:25|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00 Eldriborgaramessa

Messan er tileinkuð eldri borgurum. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar, undirleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Félagar úr eldri borgarastarfinu taka virkan þátt með lestri ritningarlestra og bæna. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Kristín djákni þjóna og predika. Boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjón sr. Jóns [...]

By | 2018-11-20T10:41:38+00:00 20. nóvember 2018 | 10:41|

Félagsstarf eldriborgara þriðjudaginn 20. nóvember

Kyrrðarstund kl. 12:00 Súpa og brauð eftir stundina á vægu verði. það er alltaf mikið fjör þegar Magga og félagar frá Logy koma í heimsókn. Fataverslunin Logy mætir á með nýjustu fötin í haustlínunni hjá sér. Tilvalið tækifæri að versla jólafötin. Við spilum, spjöllum, prjónum og eigum góða samveru. kaffið okkar góða kl. 15:00 og [...]

By | 2018-11-18T20:00:04+00:00 18. nóvember 2018 | 20:00|

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 18. nóvember

Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Sólrún Bragadóttir syngur einsöng. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttir organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Mörtu og Ásgeir. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Kaffisopi og djús eftir stundina

By | 2018-11-14T09:46:21+00:00 14. nóvember 2018 | 09:46|

Fermingarferð í Vatnaskóg

Dagana 12.-13. nóvember verður fermingarbörnum boðið að fara í fermingarferðalag í Vatnaskóg þar sem dvalið er eina nótt. Í Vatnaskógi er einstaklega góð aðstaða fyrir börnin og hafa fermingarnámskeiðin þar verið ákaflega velheppnuð. Komið er að morgni í Vatnaskóg, gist eina nótt og komið heim um miðjan næsta dag. Brottför verður frá Fella-og Hólakirkju mánudaginn [...]

By | 2018-11-06T12:55:48+00:00 6. nóvember 2018 | 12:00|

Fermingar: foreldrafundur

Miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20 verður fundur með foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna þessa veturs. Á fundinum mun prestarnir ræða starfið í vetur og fermingarferð sem farin verður 12. - 13. nóvember n.k..  

By | 2018-11-06T11:49:14+00:00 6. nóvember 2018 | 11:49|