Fréttir

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 20. janúar

Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Bára Dís Böðvarsdóttir spilar á píanó. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Kaffi og djús eftir stundina. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Verið velkomin.

By |2019-01-15T10:08:12+00:0015. janúar 2019 | 10:07|

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 15. janúar

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf eldriborgara kl. 13:00. Gestir koma frá SOS Barnahjálp og kynna starfið. Hefðbundið starf að öðruleyti. Allir eru hjartanlega velkomnir.

By |2019-01-13T08:42:43+00:0013. janúar 2019 | 08:42|

Félagsstarf eldriborgara þriðjudaginn 8. janúar

Kyrrðarstund kl. 12:00. Súpa og brauð eftir stundina á vægu verði. Fyrsta samvera á nýju ári. Kl. 13 kemur Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingur, hún ræðir um hreyfingu og góða næringu á efri árum. Hefðbundið starf að öðruleyti. Allir hjartanlega velkomnir.

By |2019-01-06T15:17:42+00:006. janúar 2019 | 15:16|

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk Fella og Hólakirkju óskar þér og þínum gleðilegs nýs árs og óskar ykkur farsældar á nýju ári.   Fyrsta messa nýs árs verður þann 13. janúar kl. 11.00 Fjölskyldumessa 

By |2019-01-03T11:01:00+00:003. janúar 2019 | 11:01|

Jól og áramót í kirkjunni

„Og Orðið varð hold, hann bjó með oss,“ (Jóh 1.14) Um hátíðarnar verður fjölbreytt helgihald í Fella-og Hólakirku. Vertu velkomin/n! Komum saman og fögnum komu frelsarans!  […]

By |2018-12-04T10:53:26+00:0017. desember 2018 | 10:48|

Þriðji sunnudagur í aðventu 16. desember Jólasöngvar við kertaljós kl.11:00

Þriðji sunnudagur í aðventu   Jólasöngvar við kertaljós kl.11:00 Jólahelgistund á aðventu,  Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Reynir Þormar leikur á saxafón, kórfélagar syngja einsöng. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Verið velkomin á ljúfa jólahelgistund á aðventu.  

By |2018-12-11T09:35:43+00:0011. desember 2018 | 09:35|