Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta og La sagna

Næsta sunnudag, 29. okt, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu æskulýðsfulltrúa og Ástu Guðrúnu. Brúðan Viktoría mætir einnig hress til leiks. Arnhildur organisti leikur undir söng. Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á La sagna að hætti Bjarkeyjar kirkjuvarðar. Allar fjölskyldur velkomnar.

By |2023-10-27T15:15:54+00:0027. október 2023 | 15:15|

Karlakaffi næsta föstudag

Næsta föstudag, 27. október, er karlakaffi kl. 10:00. Gestur okkar að þessu sinni er Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði sem er landsmönnum kunnur eftir fjölmargar kosningavökur í sjónvarpinu í gegnum tíðina. Ólafur flytur erindi og svo verða skemmtilegar umræður. Kaffi, vínarbrauð og gott samfélag. Ólafur Þ. Harðarson er íslenskur stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus [...]

By |2023-10-25T16:43:50+00:0025. október 2023 | 16:43|

Messa 22. okt

Næsta sunnudag, 22. október, klukkan 17:00 verður messa í Fella- og Hólakirkju. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir syngur einsöng. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-10-18T16:35:08+00:0018. október 2023 | 16:35|

Messa 15. okt

Næsta sunnudag, 15. október, klukkan 17:00 verður messa í Fella- og Hólakirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Meðhjálpari er Nanna æskulýðsfulltrúi safnaðarins. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-10-12T22:11:52+00:0012. október 2023 | 13:16|

Haustferð frestað – Kyrrðarstund og félagsstarf 10. okt

Kæru vinir, Við verðum því miður að fresta haustferðinni í eldri borgarastarfinu ótímabundið vegna veðurs. Við stefnum á að fara í hana síðar í okt og halda þeirri dagskrá sem var búið að kynna. Á morgun verður því hefðbundin dagskrá í kirkjunni. Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjón Steinunnar djákna. Eftir stundina verður boðið upp á [...]

By |2023-10-09T10:27:45+00:009. október 2023 | 10:27|

Guðsþjónusta 8. okt

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-10-05T10:50:23+00:005. október 2023 | 10:50|

Messa 1. okt

Næsta sunnudag verður messa kl. 17:00 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-10-01T13:05:52+00:0028. september 2023 | 10:07|

Flóamarkaður Hollvinafélags Breiðholtskirkju 30. sept

Næsta laugardag verður flóamarkaður í Breiðholtskirkju kl. 13:00. Tekið verður á móti munum og gjöfum kl. 10-12. Til sölu verður fatnaður, skrautmunir, nytjavörur og fleira. Boðið verður upp á kaffisölu á staðnum. Hollvinafélag Breiðholtskirkju heldur flóamarkað árlega til þess að afla fjár til stuðnings við safnaðarstarf kirkjunnar. Á undanförnum árum hefur hollvinafélagið m.a. gefið kirkjunni [...]

By |2023-09-26T14:10:20+00:0026. september 2023 | 14:10|

Barokkmessa 24. sept

Næsta sunnudag, 24. september verður Barokkmessa í Fella- og Hólakirkju kl 17. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk sér um tónlistarflutning í “barokkmessu” í Fella- og Hólakirkju með þeim Ástu Sigríði Arnardóttur sópran og Ólafi Þórarinssyni drengjasópran. Flutt verða verk eftir Isabellu Leonarda, Lucretiu Vizzana og Georg F. Haendel. Messan er hluti af forntónlistarhátíðinni Kona. Nánari upplýsingar um hátíðina [...]

By |2023-09-20T15:17:14+00:0020. september 2023 | 15:17|

Messa 17. sept

Næsta sunnudag verður messa kl. 17:00 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Verið hjartanlega velkomin. Mynd af Fella- og Hólakirkju sem Kristján Söebeck tók.

By |2023-09-15T12:21:08+00:0015. september 2023 | 12:21|
Go to Top