Á kirkjuþingi 2016 var samþykkt sameining Fella- og Hólabrekkusókna í Reykjavíkurprófastdæmi eystra í eina sókn, Fella-og Hólasókn. Tók þessi sameining gildi 30. nóvember 2016. Sóknin tilheyrir Breiðholtsprestakalli ásamt Breiðholtssókn og þjóna því prestar kirkjunnar einnig Breiðholtskirkju.

Í Breiðholtsprestakalli starfa þrír prestar, sr. Jón Ómar Gunnarsson sóknarprestur og sr. Pétur Ragnhildarson prestur, en þeir hafa báðir starfsaðstöðu í Fella- og Hólakirkju. Sr. Magnús Björn Björnsson starfar einnig í prestakallinu og hefur aðstöðu í Breiðholtskirkju.

Í söfnuðinum starfar sóknarnefnd sem kjörin er á aðalsafnaðarfundi ár hvert. Hlutverk sóknarnefnda er að styðja og fylgjast með safnaðarstarfinu, sjá um eignir kirkjunnar, viðhald húss og búnaðar, ráðningu starfsfólks og ráðstöfun þess fjármagns sem er til ráðstöfunar.  Sóknarnefndarfundir eru haldnir mánaðarlega að jafnaði.

Allt er þetta gert í náinni samvinnu við prestana sem skipuleggja starfið sín á milli í samráði við annað starfsfólk. Starfsmannafundir eru haldnir vikulega þar sem starfið er skipulagt og teknar ákvarðanir um þá starfsemi sem er í gangi. Góður starfsandi ríkir milli alls starfsfólksins og sóknarnefnd og hefur ætíð gert.

Við kirkjuna starfar organisti, Arnhildur Valgarðsdóttir. Í hlutastarfi eru kirkjuverðir og meðhjálparar, Helga Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir. Hrefna Sigurðardóttir er gjaldkeri kirkjunnar.

Formaður sóknarnefndar er Guðjón Helgason og varaformaður er María Björk Jónsdóttir