Það er alltaf nóg um að vera í æskulýðsstarfi Fella-og Hólakirkju. Að starfinu kemur öflugur hópur leiðtoga sem hafa mikla reynslu af starfi með börnum og ungmennum. Börn á öllum aldri geta fundið eitthvað við sitt hæfi í kirkjunni og er rík áhersla á að starfið sé skapandi, uppbyggilegt og innihaldsríkt. Í æskulýðsstarfi kirkjunnar er boðskap Jesú miðlað á lifandi og skemmtilegan hátt og er markmiðið að efla börnin í hverfinu okkar.

Upplýsingar um starfið veitir sr. Pétur Ragnhildarson (petur.ragnhildarson@kirkjan.is).

Fjölskylduguðsþjónustur á sunnudögum

Síðasta sunnudag í mánuði verða fjölskylduguðsþjónustur í Fella- og Hólakirkju kl. 17.

Það eru léttar og skemmtilegar stundir sem henta allri fjölskyldunni.

Vinadeild 3. og 4. bekkur

Vinadeildin fyrir börn í 3.-4. bekk er starf í samstarfi við KFUM og KFUK sem verður á fimmtudögum frá klukkan 16:00-17:00. Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki og slegið á létta strengi. Dagskráin er við allra hæfi og einkennist af hópeflandi leikjum og uppbyggjandi verkefnum. Boðið verður upp á fylgd frá frístundarheimilinu Hraunheimum fyrir þau börn sem eru þar og vilja sækja starfið. Starfið hefst 18. janúar og er þátttaka ókeypis.

Skrá í Vinadeild

Leikjafjör 5. – 7. bekkur

Leikjafjör fyrir börn í 5.-7. bekk í samstarfi við KFUM og K, hefur göngu sína á nýjan leik eftir nokkra ára hlé. Sem dæmi um dagskrárefni má nefna diskóskotbolti, brjóstsykursgerð og fleira. Samverur verða á fimmtudögum frá 17:00-18:00 og er ókeypis að taka þátt. Starfið hefst 18. janúar.

Skrá í Leikjafjör

8. – 10. bekkur

Unglingastarf Fella- og Hólakirkju í samstarfi við KFUM og KFUK er á fimmtudagskvöldum klukkan 20 – 21:30 fyrir hressa krakka í 8.-10. bekk. Við munum bralla ýmislegt skemmtilegt saman og slá á létta strengi. Það er ókeypis að taka þátt og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest!