Æskulýðsguðsþjónusta kl.11 á æskulýðsdaginn. Börn og unglingar úr starfi kirkjunnar taka þátt í guðsþjónustunni. Prestar kirkjunnar, sr. Svavar Stefánsson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson leiða stundina. Undirleik annast Guðný Einarsdóttir kantor. Skemmtileg og uppbyggileg stund. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Boðið verður upp á súkkulaðiköku og mjólk eftir guðsþjónustuna. Verið öll innilega velkomin.

Tónleikar Listasmiðjunnar Litrófs verða kl.20. Aðgangseyrir 1000 kr. Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar.