Að venju verður mikið um að vera í kirkjunni okkar á aðventu og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og taka þátt í aðventunni í kirkjunni. Aðventukvöld verður 2. desmeber kl. 20 og verður ræðumaður kvöldsins Ögmundur Jónasson, jólaskemmtun sunnudagaskólans verður annan sunnudag í aðventu og Jólahelgistund á þriðja sunnudegi í aðventu. Einnig verða tónleikar í kirkjunni á vegum Breiðfirðingakórsins, Samkórs Reykjavíkur og Kvennakórsins Heklurnar og Lúðrasveitar Verkalýðsins.

 

Sunnudagurinn 2. desember

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Sunnudagaskóli kl. 11

Aðventukvöld kl. 20

Ræðumaður Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra. Tónlistadagskrá í höndum kirkjukórs og organista. Einleikur á klarinett Grímur Helgason. Einsöngur Inga Backman, Kristín R Sigurðardóttir og Hulda Jónsdóttir. Súkkulaði og smákökur eftir stundina.

 

Sunnudagurinn 9. desember

Annar sunnudagur í aðventu

Jólaball sunnudagaskólans kl. 11.
Sungið og dansað í kringum jólatréð, allir fá glaðning!

 

Miðvikudagurinn 12. desember

Jólatónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins kl. 20. Athugið aðgangaseyrir.

 

Laugardagurinn 15. desember

Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins kl. 17. Athugið aðgangaseyrir.

 

Sunnudagurinn 16. desember

Þriðji sunnudagur í aðventu

 

Jólasöngvar við kertaljós kl.11.

Jólahelgistund á aðventu,  Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.  Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar.

 

Ljúfir söngvar hljóma kl. 20

Jólatónkeikar Samkórs Reykjavíkur og Kvennakórsins Heklurnar.

Aðgangseyrir 2000 kr.