Föstudagurinn langi kl. 14               Stabat Mater (María stóð við krossinn)

Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir flytja verkið ásamt konum úr kirkjukór Fella-og Hólakirkju. Arnhildur Valgarðsdóttir leikur á píanó og Mátthías Stefánsson á fiðlu. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson leiðir stundina. Fyrir stundina spilar Jón Pétur Snæland einleikskafla eftir Bach á selló.