Listasmiðjan Litróf hefur göngu sína á nýjan leik eftir nokkra ára hlé. Um er að ræða starf fyrir börn í 4.-7. bekk þar sem áherslan er fyrst og fremst á listrænar greinar líkt og dans, leiklist, söng, myndbandsgerð og fleira. Ásamt því verður farið í fullt af skemmtilegum leikjum. Sem dæmi um dagskrárefni má nefna TikTok danssýningu, gospelgleði, brjóstsykursgerð og fleira. Stefnt er á að fara í ferðalag einu sinni á misseri auk þess sem Litrófið mun sýna atriði í fjölskylduguðsþjónustum í vetur. Samverur verða á fimmtudögum frá 17:00-18:00 og er ókeypis að taka þátt. Starfið hefst 17. september.
Listasmiðjan Litróf dregur nafnið sitt af mannflórunni sem er fjölbreytt og litrík og er starfinu ekki síst ætlað að vera vettvangur fyrir börn af erlendum uppruna til að kynnast jafnöldrum sínum í hverfinu betur í leik og listrænni sköpun. Litrófið hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2011 fyrir framlag sitt til atlögu gegn fordómum og fyrir að efla vináttu barna í hverfinu af ólíkum upprunum með því að stefna þeim saman í leik og listrænum greinum. Frekari upplýsingar veitir sr. Pétur Ragnhildarson, æskulýðsprestur sem heldur utan um starfið og netfangið hans er petur.ragnhildarson@kirkjan.is
Skráning fer fram hér: https://breidholtsprestakall.skramur.is/input.php?id=2