Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar og Arnhildur Valgarðsdóttir leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór kirkjunnar. Sunnudagaskóli verður á sama tíma inn í kennslustofu.

 

Í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður æskulýðsguðsþjónusta um kvöldið, kl. 20:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina, Íris Rós og Jóhanna Elísa sjá um tónlistina og leiðtogar úr barna- og unglingastarfinu taka þátt í stundinni ásamt fermingarbörnum úr Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju. Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn!