Á hvítasunnudag, 5. júní næstkomandi, verður hátíðarguðsþjónusta Breiðholtsprestakalls í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór Fella- og Hólakirkju og Reynir Þormar Þórisson leikur á saxafón. Kaffisopi í boði eftir stundina.
Verið velkomin til kirkjunnar!