Sunnudaginn 8. júní verður sameiginleg messa safnaðanna í Breiðholtsprestakalli í Breiðholtskirkju kl. 14. Í messunni sameinast söfnuðirnir úr Breiðholtskirkju, Fella-og Hólakirkju ásamt Alþjóðlega söfnuðinum. Messan verður jafnframt kveðjumessa Arnar Magnússonar, organista Breiðholtskirkju. Kór Breiðholtskirkju syngur, sr. Árni Þór Þórsson, sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Toshiki Toma þjóna við messuna.