Sunnudagaskóli er á sama tíma og guðsþjónusturnar. Sunnudagaskólinn hefst í byrjun september og starfar fram í maí. Yfirleitt hefst sunnudagaskólinn í kirkjunni þar sem börnin taka þátt með hinum fullorðnu. Síðan fara þau yfir í safnaðarheimilið með leiðbeinendum sínum. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, söng, biblíusögur, brúðuleikrit og öll börn fá sunnudagaskólabók og límmíða fyrir mætingu. Með reglulegu millibili er boðið upp á öðruvísi dagskrá eins og leiksýningar og ferðalög.

Fyrsta sunnudag í mánuði er fjölskylduguðsþjónusta í umsjá prests og sunnudagaskólakennara. Litrófið syngur og leiðir almennan söng. Mikil gleði, söngur og saga.