Fjölskylduhátíð við upphaf barnastarfs

Nú fer starfið í kirkjunni á fullt eftir sumarfrí. Næstkomandi sunnudag, þann 3. september, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 og í tilefni upphafs barnastarfsins verður sannkölluð hátíðarstemmning

Nú fer starfið í kirkjunni á fullt eftir sumarfrí. Næstkomandi sunnudag, þann 3. september, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 og í tilefni upphafs barnastarfsins verður sannkölluð hátíðarstemmning með skrúðgöngu, brúðuleikriti og miklum söng. Það er komið nýtt sunnudagaskólaefni og öll börn fá Brosbókina og límmiða fyrir mætingu.

By | 2006-08-29T00:00:00+00:00 29. ágúst 2006 | 00:00|