Við kirkjuna syngur um 25 manna blandaður kór undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Æfingar kórsins eru á þriðjudögum kl. 19:30-22 en einnig eru u.þ.b. hálftíma langar æfingar fyrir messur sem eru hvern sunnudag kl. 11.

Kórinn leiðir safnaðarsöng við messurnar á sunnudögum og flytur umfangsmeiri kórverk þegar við á. Einnig kemur kórinn fram við önnur tækifæri og heldur tónleika.

Allar nánari upplýsingar um kórinn veitir Arnhildur Valgarðsdóttir kórstjóri.