Markmið, sýn og gildi í kirkjustarfi eldri borgara

-Skapa andrúmsloft sem styrkir þá vitund að kirkjan er skjól, athvarf og vettvangur uppbyggilegs starfs og umræðu til að glíma við verkefni daglegs lífs fullorðins og lífsreynds fólks þar sem allir njóta virðingar.

– Að allir finni vinsamlegt viðmót í kirkjunni

– Allt starfsfólk kirkjunnar er meðvitað um að það ber ábyrgð og skal sýna öldruðum áhuga, tillitssemi og virðingu

– Sérstaklega skal huga vel að móttöku nýrra þátttakenda og blandað við þá geði

– Boðið er upp á samverur sem byggja á helgihaldi og metnaðarfullri og uppbyggilegri dagskrá

– Hver þátttakandi er um leið veitandi

– Markvisst er unnið að því að styrkja innviði og persónuleg samskipti

– Ferðalög og lengri samverur eru til að styrkja hópinn og efla traust og vináttu allra

– Lögð er sérstök áhersla á að allt starf með öldruðum tengist reglulegu helgihaldi safnaðanna

– Áhersla er á trúariðkun, bæði persónulega og í samfélagi, með bæn og ritningarlestri

– Vettvangur er fyrir sálgæslu og næði til að hlusta eftir áhyggjum og hjartans málum þátttakenda og þeim gefinn kostur á að tjá áhyggjur sínar, erfiða reynslu og sögu og unnið úr slíkum málum með þeim Lögð er áhersla á að vitja aldraðra m.a. í félagsstarfi (Gerðuberg), með vinaheimsóknum og á sambýlum

– Í eftirfylgd eftir persónuleg áföll er lögð áhersla á að bjóða fólki að taka þátt í kirkjustarfi aldraðra

– Lögð er áhersla á fræðslu um þau málefni sem snerta starfslok og þær breytingar sem fylgja því að eldast

– Leitast er við að heimsækja aðra söfnuði og endurgjalda slíkar heimsóknir

– Sérstakar guðsþjónustur eru 2-3 á ári sem eru helgaðar öldruðum

– Lögð er áhersla á að tengja starf aldraðra í Fella- og Hólakirkju álíka safnaðarstarfi í öðrum sóknum

– Mikil áhersla er lögð á samstarf við stofnanir í hverfinu.

– Stöðugt er hlustað eftir ábendingum um það sem betur má gera og nýjum hugmyndum

– Árlega er gerð könnun á gæðum starfsins, viðhorfi þátttakenda til þess og óskað eftir hugmyndum þeirra

– Forsvarsmenn fylgjast með nýjungum á þessu sviði og sækja námskeið eftir þörfum

– Í lok hverrar annar er farið yfir starfið með gagnrýnum hætti og bætt úr ágöllum

– þátttaka í helgihaldi safnaðarins