Kæru vinir! Þá er æskulýðsstarfið hér í Fella – og Hólakirkju að hefjast og ljóst að nóg verður um að vera í vetur. Pétur Ragnhildarson er umsjónamaður æskulýðsstarfsins og með honum í vetur verða Ásta Guðrún, Marta Andrésdóttir, Ída Hlín. Ástráður Sigurðsson og Ásgeir Ólafsson. Eins og áður er dagskráin mjög skemmtileg og það verður líf og fjör hjá krökkunum í vetur.  Þátttaka er ókeypis og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest! Upplýsingar um starfið veita Pétur Ragnhildarson (peturragnhildar@gmail.com) og séra Jón Ómar Gunnarsson (jon.gunnarsson@kirkjan.is).

Sunnudagaskólinn

Á sunnudögum kl. 11 er sunnudagaskóli í Fella-og Hólakirkju. Það er alltaf fjölbreytt dagskrá í sunnudagaskólanum t.d. söngur, biblíusögur, brúðuleikrit og mikil gleði. Með reglulegu millibili er boðið upp á öðruvísi dagskrá eins og leiksýningar og ferðalög. Börn í 1. – 2. bekk eru sérstaklega boðin velkomin í sunnudagaskólann!

1 – 4. bekkur

Vindadeild Fella- og Hólakirkju í samstarfi við KFUM og KFUK er á fimmtudögum frá 14:45 – 15:30 fyrir 1.-2. bekk. Starfsfólk kirkjunnar sækir börn á frístunaheimiðið Álfheima í samráði við foreldra, vinsamlegast látið vita með því að senda póst á jon.gunnarsson@kirkjan.is vilji foreldrar nýta sér þá þjónustu! Leikjafjör fyrir 3.-4. bekk fer er á fimmtudögum frá kl. 16-17, starfsfólk kirkjunnar sækir börnin í frístundaheimilið Hraunheima og fylgir þeim í kirkjuna sé óskað eftir því.

5 – 7. bekkur

Leikjafjör Fella- og Hólakirkju í samstarfi við KFUM og KFUK er á fimmtudögum frá 17:00 – 18:00 fyrir hressa krakka á aldrinum 5 – 7. bekk. Það verður mjög skemmtileg dagskrá sem hentar öllum og verður mikið sprellað. Það er ókeypis að taka þátt og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest!

8. – 10. bekkur

Unglingastarf Fella- og Hólakirkju í samstarfi við KFUM og KFUK er á fimmtudagskvöldum klukkan 20 – 21:30 fyrir hressa krakka í 8.-10. bekk. Við munum bralla ýmislegt skemmtilegt saman og slá á létta strengi. Það er ókeypis að taka þátt og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest! #fellaoghóla #blessed #stuð