Fréttir

Aðventustund Barnanna kl. 11 sunnudag 8. desember

Aðventustund barnanna kl. 11:00. Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar ásamt Mörtu og Ásgeiri. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Verið velkomin

By |2019-12-03T09:37:47+00:003. desember 2019 | 09:37|

Félagsstarf eldriborgara þriðjudag 3. desember

Kyrrðarstund kl. 12. Boðið upp á súpu og brauð eftir stundina á vægu verði. Félagsstarf eldriborgara kl. 14. það verður jazz stemming hjá okkur Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson ásamt félaga sínum Sigurði kemur til okkar, spilar á saxafón og spjallar um heima og geima. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag.

By |2019-12-01T17:21:50+00:001. desember 2019 | 17:21|

Karlakaffi föstudaginn 29. nóvember kl. 10-11.30

Síðasta karlakaffi fyrir jólafrí er á föstudaginn 29. nóvember Velkomin í kaffi og vínabrauð frá kl. 10 – 11:30 Gestur okkar Rúnar Kristinsson fyrrv. atvinnumaður og þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu . Láttu sjá þig við tökum hlýlega á móti ykkur

By |2019-11-26T10:37:09+00:0026. nóvember 2019 | 10:37|

Aðventukvöld kl. 20 og sunnudagaskóli kl. 11

Árlegt aðventukvöld fjölskyldunnar í Fella og Hólakirkju sunnudaginn 1. desember kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Sr. Jón Ómar Gunnarsson leiða stundina. Kór kirkjunnar flytur fjölbreytta og hugljúfa söngdagskrá undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Reynir Þormar leikur á saxafón frá kl. 19. 40. Í lok stundarinnar syngja allir saman [...]

By |2019-11-29T15:29:10+00:0026. nóvember 2019 | 10:13|

Eldriborgarastarf þriðjudag 26. nóvember

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Boðið upp á súpu og brauð eftir stundina á vægu verði. Verslunin Logy setur upp búðina sína hjá okkur, nú er um að gera að gera góð kaup fyrir jólin. Verið hjartanlega velkomin í gott og nærandi samfélag. Hlökkum til að hitta ykkur.

By |2019-11-25T14:49:41+00:0025. nóvember 2019 | 14:25|

Guðsþjónusta kl. 11 sunnudag 24.nóvember tileinkuð eldriborgurum

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00 Guðsþjónustan er tileinkuð eldriborgurum. Sr. Svavar Stefánsson predikar, sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Veitingar eftir stundina. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir Verið velkomin    

By |2019-11-19T09:29:18+00:0019. nóvember 2019 | 09:29|

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 19. nóvember

Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Boðið upp á súpu og brauð eftir stundina á vægu verði. Félagsstarf eldriborgara kl. 13. Gestur okkar er Una Margrét Jónsdóttir dagskrágerðakona á Rás 1. Una Margrét gaf nýverið út bókina Gull­öld reví­unn­ar. Í bókinni er sagt frá mörgum geysivinsælum revíum svo [...]

By |2019-11-14T11:04:29+00:0014. nóvember 2019 | 11:04|