Fréttir

Sumarleyfi og neyðarþjónusta

Sumarleyfi starfsfólks Fella-og Hólakirkju stendur fram yfir verslunarmannahelgi. Næsta guðsþjónusta verður því sunnudaginn 11. ágúst. Kirkjan verður lokuð en alltaf er hægt að ná í starfsmenn í síma kirkjunnar 5573280. Athugið að sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, prestur, sinnir neyðarþjónustu í prestakallinu frá 1. júlí – 7. júlí og 25. júlí - 6. ágúst  vegna sumarleyfa [...]

By |2019-07-17T14:48:49+00:002. júlí 2019 | 10:36|

Sameiginlegar gönguguðsþjónustur kirknanna í Breiðholti

Sameiginlegar gönguguðsþjónustur kirknanna í Breiðholti: 16. júní verður gengið frá Fella-og Hólakirkju kl. 10:00 í Breiðholtskirkju. Guðsþjónusta kl. 11. 23. júní verður gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10:00 í Seljakirkju. Guðsþjónusta kl. 11. 30. júní verður gengið frá Seljakirkju kl. 10:00 í Fella-og Hólakirkju. Guðsþjónusta kl. 11. Eftir gönguguðsþjónusturnar er boðið upp á létta hádegishressingu og [...]

By |2019-06-09T22:59:11+00:009. júní 2019 | 22:57|

Skráning í fermingarfræðslu

Þó enn sé langt í fermingar 2020 þá skráning hafin í fermingarfræðslu Fella-og Hólakirkju. Hér á síðunni eru upplýsingar um fermingar ásamt skráningareyðublaði.

By |2019-05-29T11:53:02+00:0029. maí 2019 | 11:53|

Sumarið í Fella-og Hólakirkju

Í sumar verður helgihaldið í Fella-og Hólakirkju með eftirfarandi hætti:  Sunnudaginn 2. júní, Sjómannadagurinn, guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinsson þjónar og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Sunnudaginn 9. júní, Hvítasunnudagur, hátíðarmessa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.   Sameiginlegar gönguguðsþjónustur [...]

By |2019-05-29T10:46:01+00:0029. maí 2019 | 10:44|

Uppstigningardagur dagur aldraðra 30. maí Guðsþjónusta í Seljakirkju kl. 14

Guðsþjónusta í Seljakirkju kl. 14 sr. Svavar Stefánsson prédikar sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Að messu lokinni býður Kvenfélag Seljasóknar upp á veglegt kaffihlaðborð Verið hjartanlega velkomin

By |2019-05-28T12:46:07+00:0028. maí 2019 | 12:46|

Guðsþjónusta sunnudaginn 26. maí kl. 11

Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Verið hjartanlega velkomin, kaffsopi eftir stundina

By |2019-05-21T11:01:17+00:0021. maí 2019 | 11:01|

Eldriborgarastarf þriðjdag 21.maí

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Eftir stundina er grillpartý. Þetta er loka samvera eldriborgarastarfsins á þessu starfsári. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk kirkjunnar

By |2019-05-20T07:56:19+00:0020. maí 2019 | 07:56|