Gönguguðsþjónusta sunnudaginn 22. júní
Sunnudaginn 22. júní verður gönguguðsþjónusta í Breiðholtinu, en þá verður gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10 sem leið liggur upp í Fella-og Hólakirkju undir leiðsögn Ólafar Sigurðardóttur, en hún hefur aflað sér talsverðar þekkingar á sögu og uppbyggingu Breiðholtsins. Guðsþjónustan hefst um kl. 11 eða þeagr göngugarparinir koma á áfangastað. Sr. [...]
Sumarið í Fella- og Hólakirkju
Frá og með 15. júní verður ekki hefðbundinn opnunartími í Fella- og Hólakirkju. Hægt er að senda tölvupóst á fellaogholakirkja@fellaogholakirkja.is ef fyrirspurnir eru varðandi leigu á safnaðarsal eða önnur mál er varða kirkjuna. Í júni verða göngumessur í kirkjunum í Breiðholti og eru þær auglýstar sérstaklega á heimasíðunni og facebooksíðu [...]
Göngumessa í Breiðholtskirkju sunnudaginn 15. júní.
Sunnudaginn 15. júní verður fyrsta göngumessa sumarsins í Breiðholtskirkju kl. 11, gengið verður frá Seljakirkju kl. 10 með góðri leiðsögn. Messan hefst kl. 11 og leikur Örn Magnússon á orgel - þetta er jafnframt síðasta messa sr. Jóns Ómars Gunnarssonar í Breiðholtsprestakalli í bili. Boðið verður upp á veitingar að [...]
Opnunartími
Sími: 557-3280
Hvítasunnudagur í Breiðholtsprestakalli
Sunnudaginn 8. júní verður sameiginleg messa safnaðanna í Breiðholtsprestakalli í Breiðholtskirkju kl. 14. Í messunni sameinast söfnuðirnir úr Breiðholtskirkju, Fella-og Hólakirkju ásamt Alþjóðlega söfnuðinum. Messan verður jafnframt kveðjumessa Arnar Magnússonar, organista Breiðholtskirkju. Kór Breiðholtskirkju syngur, [...]
Kveðjumessa sr. Jóns Ómars – 1. júní kl. 14
Næsta sunnudag, 1. júní, kveður sr. Jón Ómar Gunnarsson, sóknarprestur, en hann tekur við starfi prests í Neskirkju frá 1. júlí n.k. Kveðjumessan verður kl. 14:00 og verður sameiginleg fyrir Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju. [...]
Kvöldmessa 25. maí
Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Þetta verður síðasta kvöldmessan fyrir sumarið en svo byrja [...]
Laust starf organista við Breiðholtsprestakall
Sóknarnefndir Fella- og Hólasóknar og Breiðholtssóknar auglýsa lausa stöðu organista/kórstjóra við Breiðholtsprestakall. Starfshlutfall er 100%. Í Breiðholtsprestakalli eru tvær sóknarkirkjur, Breiðholtskirkja og Fella- og Hólakirkja og fer fram reglulegt helgihald í báðum kirkjum. Hljóðfærakostur kirknanna [...]