Hvern sunnudag ársins er guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Auk þess er guðsþjónusta á hátíðum og öðrum hefðbundnum hátíðardögum og þá stundum vikið frá hinum hefðbundna tíma. Yfir sumarið er einnig breytilegur guðsþjónustutími. Bent skal á að á forsíðunni eru jafnan auglýstar guðsþjónustur, tími, hvor prestanna messar og annað sem máli skiptir. Einnig er fjallað um annað helgihald.