Kyrrðarstundir eru í hádeginu á þriðjudögum, kl.12.00. Þar býður kirkjan rými til bænar og íhugunar þar sem við beinum huga okkar til Guðs. Að lokinni kyrrðarstund er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði.

Steinunn Þorbergsdóttir djákni, hefur umsjón með kyrrðarstundunum, sem eru samspil tónlistar og talaðs orðs.