0 gestir
Fjöldi í sæti í kirkjunni
0 gestir
Fjöldi í sæti í kirkjunni með stækkun í safnaðarsal
0 gestir
Fjöldi í sæti í safnaðarheimili

Safnaðarheimili

Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju er gjarnan leigt út fyrir ýmsa viðburði s.s. erfidrykkjur, brúðkaup, fermingarveislur o.fl. Safnaðarheimilið tekur 150 manns í sæti. Þegar safnaðarheimilið er leigt þarf einnig að fá 1-2 starfsmenn frá kirkjunni á staðinn og er greitt sérstaklega fyrir þá sbr. hér að neðan. Einnig er greitt fyrir dúka og notkun á skjávarpa. Kirkjuverðir sjá um leigu á salnum, best er að hringja í síma 5573280 milli kl. 9 – 15 mánudaga til fimmtudaga, og 9-14 á föstudögum.

Reglur

  1. Reykingar eru stranglega bannaðar.img_6934
  2. Neysla áfengis er bönnuð, nema við brúðkaupsveislur, þá er leyft að skála í freyðivíni.
  3. Ef tjón verða á munum kirkjunnar, þarf leigutaki að greiða fyrir það tjón.
  4. Greiða þarf sérstaklega fyrir laun kirkjuvarða.
  5. Gæta skal góðrar umgengni í hvívetna.
  6. Ef börn eru meðal gesta, skal séð til þess að þau séu ekki eftirlitslaus að leik á göngum og í stiga kirkjunnar.

Kirkjan

Fella- og Hólakirkja er vinsæl fyrir tónleikahald (sjá verðskrá hér að neðan). Þeir sem halda tónleika greiða fast gjald fyrir kirkjuna auk kostnaðar við kirkjuvörslu. Innifalið er ein æfing fyrir tónleika. HljóðX setti upp nýtt öflugt hljóðkerfi  árið 2014. Kirkjan tekur 350 manns í sæti en hægt er að opna inn í safnaðarheimili og komast þá allt að 700 gestir fyrir.

Verðskrá

  • Leiga á safnaðarheimili 54.000 kr+ kostnaður við starfsmann
  • Leiga á kirkju: 55.000 kr + kostnaður við starfsmann (innifalið ein æfing)
  • Ath. kirkjan er leigð án endurgjalds fyrir kirkjulegar athafnir (s.s. skírn, hjónavígsla og útför)
  • Tímaleiga á kirkju 3.500 kr/klst. ásamt kostnaði við starfsmann utan dagvinnutíma
  • Leiga á sal fyrir húsfélög 20.000 kr. + starfsmaður
  • Leiga kennslustofu 20.000 kr.
  • Starfsmenn: Greiða þarf tímagjald vegna starfsmanns, frekari upplýsingar í s: 557-3280.
  • Dúkur: 550 kr/stk. Veisludúkur 3.500 kr.
  • Athugið að greiða þarf staðfestingargjald þegar salur/kirkja eru leigð kr. 10.000.
  • Streymi frá athöfnum í kirkjunni: 25.000 kr.