ENGLISH BELOW

 

Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum,
skírið þá í nafni föður,    sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.
Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matt. 28.18-20).

ATHUGIÐ: Fermingar 2021 verða á eftirtöldum dögum: 28. mars, 1. apríl og 11. apríl. 

Skráning í fermingarfræðslu 2019-2020 er hafin og fer fram hér.

Fermingaraltari

Hvað er fermingin?

Biblían segir okkur að skírnin sé gjöf Guðs til okkar. Hún er sýnilegt tákn þess að Guð elskar okkur og að við erum hluti af kirkjunni. Í skírninni felst það loforð foreldra og kirkjunnar að skírnarþeginn fái skírnarfræðsluna og er fermingarfræðslan einn veigamesti þáttur hennar. Í kirkjunni er fermingin jafnframt fyrirbæn. Orðið ferming merkir að staðfesta.  Fermingarbarnið segir á fermingardeginum að það vilji hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins og Jesús hefur lofað okkur í skírninni að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar.  Fermingartíminn gefur þér tækifæri til að kynnast kristinni trú betur. Fermingin sjálf er hátíðleg athöfn þar sem hvert fermingarbarn stígur fram og krýpur við altarið. Þar fer presturinn eða fermingarbarnið með ritningarorð sem barnið hefur valið sér, biður fyrir því og blessar það.

Fermingin er staðfesting á skírnarheitinu þar sem fermingarbarn játar að vilja gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Undirbúningur fermingarinnar skipar stóran sess í safnaðarstarfi Fella-og Hólakirkju og fræðslustarfi þjóðkirkjunnar. Á hverju ári fermast að jafnaði 40 ungmenni í sókninni. Hér eru mikilvægar upplýsingar um fermingarundirbúninginn. Prestar kirkjunnar, sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson, hafa umsjón með fermingarstarfi kirkjunnar og veita fúslega upplýsingar í síma eða tölvupósti.

Skráning í fermingarfræðslu fer fram á haustin og hefst fræðslan um miðjan september, hægt er að skrá börnin hér á skráningarsíðunni

Fermingarfræðslan 2019-2020 fer fram vikulega á miðvikudögum og fimmtudögum og verða nánari tímasetningar birtar hér síðar, en fræðslan hefst 25. september. 

Fermingardagar: Fermt verður í Fella- og Hólakirkju  sunnudagana 7. og 14. apríl og á skírdag (18. apríl) 2019. Allar athafnir hefjast kl. 11:00.

Fermingarfræðslugjald er 19.146 krónur samkvæmt ákvörðun Dómsmálaráðherra(ef gjaldskrá breytist verður það kynnt sérstaklega).

ENGLISH:

What is confirmation?
The confirmation is a time for people to confirm or affirm the promises made to them by God in their Baptism. This is also a time to publicly announce the understanding of our responsibilities as Christians “to live among God’s faithful people, to hear the word of God and share in the Lord’s Supper, to proclaim the good news of God in Christ through word and deed, to serve all people, following the example of Jesus, and to strive for justice and peace in all the earth, knowing that we live under the forgiving power of the risen Christ. Confirmation is a place where young people learn about the promises God has made, why God has made them and how this impacts our lives today. In order to understand this we need to look deeply into the Bible in order to see how God
has worked throughout history and still continues to work today.

Confirmation classes at confirmation classes in the Evangelical Lutheran Church of Iceland (Þjóðkirkjan) are for all children in eight grade who wish to affirm their baptism, everyone is welcome to participate and membership in the church is not a requirement. Classes at Fella – and Hólaparish will begin September 25th and continue on a weekly basis through March 2020.

If you would like to enroll your child (born 2006) in confirmation classes with us you and your child are invited to attend worship and a brief introduction meeting at the Fella – and Hólachurch on Sunday September 22nd at 11 o´clock. 

If you wish to enroll your child, you can do so here: Enrollment/registration, english version. 

Confirmation classes cost 19.146 kronur. 

 For further information please contact the parish pastors rev. Guðmundur Karl (gudhjor@simnet.is) or rev. Jón Ómar (jon.gunnarsson@kirkjan.is).