Hvern sunnudag ársins er guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Auk þess er guðsþjónusta á hátíðum og öðrum hefðbundnum hátíðardögum og þá stundum vikið frá hinum hefðbundna tíma. Yfir sumarið er einnig breytilegur guðsþjónustutími. Bent skal á að hér á síðunni er jafnan auglýstar guðsþjónustur, tími, hvor prestanna messar og annað sem máli skiptir. Einnig er fjallað um annað helgihald.

Yfir vetrartímann er fjölskylduguðsþjónusta fyrsta sunnudag hvers mánaðar að jafnaði. Það guðsþjónustuform hefur annað yfirbragð en hið hefðbundna. Er leitast við að höfða meir til yngri kirkjugesta og barnakórarnir sjá um söng. Annan sunnudag hvers mánaðar er að jafnaði altarisganga í guðsþjónustunni. Við hverja guðsþjónustu er boðið upp á kaffi og ávaxtasafa fyrir og eftir helgihaldið. Þetta er gert til að efla samfélag og vináttu, gefa öllum tækifæri til að rabba saman og kynnast.