Í kirkjunni vinnur samhentur hópur að metnaðarfullu starfi, við reynum að hafa starfið fjölbreytt og eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa, börn og fullorðna.

Barna -og æskulýðsstarf

Á fimmtudögum er barna-og æskulýðsstarfið í fyrirrúmi í kirkjunni.

3.-4. bekkur kl. 16-17

5.-7. bekkur kl. 17-18

8.-10. bekkur kl. 20-21:30

Frekari upplýsingar um barna-og æskulýðsstarf kirkjunnar er að finna hér á síðunni. 

Eldriborgarar

Á þriðjudögum yfir vetrarmánuðina er opið hús fyrir eldriborgara sem hefst með kyrrðarstund og hádegisverði kl. 12. Dagskráin er fjölbreytt og fáum við oft marga góða gesti til okkar. Allir velkomnir. Umsjón með samverunum hefur Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, og henni til aðstoðar eru kirkjuverðirnir Krístín og Helga og prestarnir okkar Jón Ómar og Pétur.

 

Foreldramorgnar

Á föstudögum er opið hús frá kl. 10-12:00 þegar það eru foreldramorgnar í kirkjunni. Boðið er upp á kaffi og meðlæti og notarlega samveru. Foreldramorgnar eru samverur foreldra og barna þar sem foreldrar geta átt góða stund saman með börnum sínu. Í safnaðarsalnum er notarleg aðstaða til að koma saman og nóg pláss fyrir börnin til að leika sér.   Umsjón og ábyrgð á starfinu hefur Ásta Guðrún Guðmundsdóttir. Hún er með meistaragráðu í sálfræði og hefur áralanga reynslu af starfi með börnum auk þess að vera sjálf tveggja barna móðir.

 

Karlakaffi

Síðasta föstudag í mánuði er karlakaffi í kirkjunni kl. 10-11:30. Þá fáum við til okkar góða gesti sem segja frá lífshlaupi sínu og öðrum hugðarefnum. Í karlakaffi er alltaf heitt á könnunni og rjúkandi vínarbrauð.

 

Kirkjukórinn

Við kirkjuna syngur um 25 manna blandaður kór undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Æfingar kórsins eru á fimmtudögum kl. 19:30-22 en einnig eru u.þ.b. hálftíma langar æfingar fyrir messur sem eru hvern sunnudag kl. 11. Kórinn leiðir safnaðarsöng við messurnar á sunnudögum og flytur umfangsmeiri kórverk þegar við á. Einnig kemur kórinn fram við önnur tækifæri og heldur tónleika. Allar nánari upplýsingar um kórinn veitir Arnhildur Valgarðsdóttir kórstjóri.