Öll eitt – en ekki eins

er heiti málþings sem haldið verður laugardaginn 23.september kl 10.00-13.00 hér í kirkjunni. Á málþinginu verður rætt um málefni innflytjenda. Boðið verður upp á kaffi og léttan hádegisverð.

Öll eitt – en ekki eins

er heiti málþings sem haldið verður laugardaginn 23.september kl 10.00-13.00 hér í kirkjunni. Á málþinginu verður rætt um málefni innflytjenda. Boðið verður upp á kaffi og léttan hádegisverð. Málþingið fer að mestu fram á íslensku en hægt verður að fá úrdrátt úr fyrirlestrum á ensku.

Málþingið er fyrsti hlutinn af stærra verkefni, sem fengið hefur heitið Litróf. Um er að ræða þróunarverkefni þar sem markmiði að kirkjan verði vettvangur fyrir innfædda Íslendinga og innflytjendur að kynnast. Boðið verður upp á skemmtidagskrá, ferðalög, námskeið, stuðningshópa og margt fleira. Í undirbúningshóp fyrir þetta verkefni er blandaður hópur Íslendinga og innflytjenda. Þar sitja fulltrúi kirkjunnar, fulltrúi þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti, prestur innflytjenda, fulltrúi frá Alþjóðahúsinu og fulltrúar innflytjenda.